Súrdeigsbrauð.JPG
 
 

Kruðerí Kaffitárs

Kruðerí Kaffitárs er nútíma handverksbakarí sem stendur fyrir girnilegar og gómsætar veitingar. Mikil áhersla er lögð á uppruna, hreinleika og að matvaran sé án aukaefna. Framleiðsla Kruðerís er handgerð í litlum lotum þar sem vörur eru gerðar frá grunni. Kruðerí notar úrvals hráefni í sinni framleiðslu, svo sem íslenskt smjör, sjávarsalt frá Norðursalti, Callebaut og Valrhona súkkulaði og fyrsta flokks hveiti frá Ítalíu og Danmörku. Við verjum miklum tíma á hverju degi í að nostra við súrinn okkar og súrdeigsbrauðin okkar, sem er lykillinn af silkikenndum súrdeigsbrauðum með stökkri skorpu. Öll súrdeigsbrauðin okkar eru gerð úr okkar eigin súr og eru algerlega gerlaus.

 

Kruðerí var stofnað árið 2013 og rekur núna tvö kaffihús/bakarí, eitt á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi og hitt á Stórhöfða 17 við Gullinbrú. Kruðerí er dótturfyrirtæki Kaffitárs. Kaffitár rekur einnig veitingastaðinn Út í bláinn sem er staðsetur á efstu hæð Perlunar. Veitingar Kruðerís eru að finna á öllum fimm kaffihúsum Kaffitárs og veitingastaðnum Út í bláinn.