Kruðerí Kaffitárs Bakar Veislubollur fyrir Sælkera

Bolludagurinn er 4. mars næstkomandi og við í Kruðerí verðum með úrval af vatnsdeigsbollum. Klassísk vatnsdeigsbolla með sultu og rjóma, tíramísúbolla, sítrónubolla og karamellubolla. Við erum með þrjú geggjuð tilboð fyrir þá sem borða margar margar bollur eða fyrir þá sem deila bollum með öðrum, eins og fyrirtæki eða jafnvel stórar fjölskyldur. Tilboðin gilda fyrir þá sem panta bollur fyrir klukkan 13:00 föstudaginn 1. mars 2019. Hægt er að leggja inn pöntun í síma 420-2700 eða senda póst á kaffitar@kaffitar.is

Bolludagstilboð 1

30 klassískar vatnsdeigsbollur, með hindberjasultu, rjóma og súkkulaði.

13.380 kr.


Bolludagstilboð 2

30 sælkerabollur, bland af öllum sparirjómabollum Kruðerís:

Tíramisú-vatnsdeigsbolla með kaffikremi, kaffikexi og mascarponemús
Vatnsdeigsbolla með sítrónumús og marenstopp
Vatnsdeigsbolla með karamellumús og karamellutopp

14.730 kr.


Bolludagstilboð 3

15 klassískar vatnsdeigsbollur og bland af 15 sælkerabollum.

14.055 kr.


Upplýsingar

Athugið ef keypt er fleiri en 120 bollur er auka 15% afláttur af þessum verðum.

Hægt er að sækja bollurnar til okkar í Kruðerí á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi eða fá þær sendar (gildir bara á höfuðborgarsvæðinu). Ef óskað er eftir heimsendingu eru tvær ferðir í boði: kl. 8:00 - 10:30 eða kl. 12:00 - 15:00. Hægt er að velja á milli fyrri og seinni ferðar. Ef keyptar eru 60 bollur eða fleiri þá er frí heimsending annars er akstur aukalega 3900 krónur.

Allar pantanir þurfa að berast fyrir klukka 13:00 föstudaginn 1. mars 2019.

Hægt er að leggja inn pöntun í síma 420-2700 eða senda póst á kaffitar@kaffitar.is