fyrir uppákomur og veislur

Góðgætisbakki

Góðgætisbakki fyrir gæða stundir. Veglegur bakki með fimmtíu ljúffengum sætum bitum fyrir u.þ.b. 16 manns.
15 brownies bitar, 10 smá krósönt, 10 gulrótartertubitar og 15 döðlu- og hnetubitar.

9.950 kr.


Lúxusbakki

Lúxusbakki fyrir sælkera. Þrjátíu dýrindis sætir bitar fyrir u.þ.b. 10 manns.
10 franskar makkarónur, 10 desert glös, og 10 smábitar af franskri súkkulaðitertu.

7.850 kr.


GULRÓTARTERTU BITAR

Klassískir gulrótartertu bitar. Þrjátíu og fimm klassískir gulrótartertu bitar sem gleður bæði unga sem aldna.

4.950 kr.


Vefjubakki

Vefjubakki fyrir vandláta. Hollur og matarmikill þrjátíu bita bakki með tveimur tegundum af vefjum. Annarsvegar með mexíkóskum kjúklingi og hinsvegar fersku grænmeti og piparrótarsósu. Bakkinn er fyrir u.þ.b. 8-10 manns.

7.500 kr.


Rúnstykkjabakki

Morgunmatarbakki með tíu smurðum rúnstykkjum. Fimm rúnstykki með smjöri, osti, gæðaskinku og íssalati og fimm rúnstykki með okkar eigin pestói og hummus, rauðri papriku og blaðsalati.

5.650 kr.


Ávaxtabakki

Safaríkur ávaxtabakki. Ferskir niðurskornir ávextir á bakka fyrir u.þ.b. 8-10 manns. Gott að grípa í hollustu!

4.950 kr.


Brauðveisla

Súrdeigsbrauðveisla sem er engri lík. Þetta er sannkölluð brauðveisla fyrir tólf manns. Þrjú mismunandi súrdeigsbrauð, fjórar smyrjur (ferskt grænt pestó, hummus, rjómaostur með sólþurrkurum tómötum og túnfisksalat) og bland af bakkelsi dagsins skorið í tvennt.

10.900 kr.


Grænmetisbakki

Hollur og matarmikill bakki með grænmeti og hummus.

4.900 kr.


Krósantbakki

Bakki með tíu nýbökuðum krósöntum úr íslensku smjöri og salti smurt með osti og gæðaskinku.

6.900 kr.


Samlokubakki

Gómsætur bakki með tveimur tegundum af súrdeigssamlokum.Annarsvegar með reyktum laxi, eggjum, klettasalati og piparrótarsósu. Hinsvegar með fersku grænmeti og avókadó- og pistasíu smyrju. Á bakkanum eru þrjátíu bitar fyrir u.þ.b. 8-10 manns.

6.950 kr.


Kaldur möndlugrautur

Morgunmatarbakki með ljúffengum köldum hafragraut fyrir níu manns.  Möndlumjólk, tröllahafrar, möndluflögur, döðlur, kakónibbur og rúsínur. Grautarnir innihalda ekki mjólkurvörur.

4.900 kr.


Snittur

Bakki með þrjátíu tapas snittum.
Á bakkanum er þrjár tegundir af snittum og hægt er að velja á milli fimm tegunda.

Tapas snittur á súrdeigssnittubrauði:

  • Risarækja og hvítlaukssósa.

  • Reyktur lax, egg og piparrótarsósa.

  • Tómatur, mozzarella og basil.

  • Kjúklingur og beikon.

  • Parmaskinka og ferskt pestó.

10.500 kr.  


Pöntunarform

Nafn *
Nafn
Afhendingardagur
Afhendingardagur

Hagnýtar upplýsingar

Hægt er að panta vörur með pöntunarforminu hérna til hliðar. Pöntunin sendist héðan á starfsfólk Kruðerís sem vinnur úr henni og hefur samband varðandi afhendingu og greiðslu. Skrifstofa Kruðerís er opin frá 8:00 til 16:00 alla virka daga. Einnig er hægt að panta í síma 420 2740.

Athugið að matabakkana tekur 2 virka daga að fá afhent, endilega hafðu samband í síma 420 2740 ef mikið liggur á.