Veitingar Í Brúðkaupsveisluna

Glæsileg brúðarterta setur punktinn yfir i-ið. Við hjá Kruðerí getum hjálpað tilvonandi hjónum að velja sína fullkomnu brúðartertu. Gott er að koma og hitta kökumeistarann okkar og fara yfir bragðtegundir, útlit og aðrar óskir þegar velja á tertu.

Vinsælar brúðartertur:

  • Ljós botn með ástaraldinkremi og vanillukremi.

  • Ljós botn með hindberjum og hvítu súkkulaðikremi.

  • Súkkulaðikaka með saltkaramellukremi.

  • Súkkulaðikaka með dökku súkkulaðikremi.

Einnig er gott að skoða síður eins og Pinterest til að fá inblástur þegar velja á útlit. Við tókum saman nokkrar fallegar brúðartertur á Pinterest síðunni okkar sem eru vinsælar um þessar mundir.

Við bjóðum líka upp á ekta makkarónur sem gaman er að bjóða upp á með fordrykknum eða eftir matinn.