Allt fyrir Ferminguna

Hjá okkur í Kruðerí getur þú fengið flest allt fyrir kökuveisluna þína. Vörurnar sem við bjóðum eru sýndar hér að neðan, neðar á síðunni er einnig að finna verð og aðrar upplýsingar. Neðst á síðunni er að finna pöntunarform sem hægt er að fylla út til þess að ganga frá pöntun til okkar. Það er einnig hægt að nota pöntunarformið til þess að senda inn fyrirspurn.

 

Klassísk kransakaka eins og þær gerast bestar. Stílhrein og falleg. Ómissandi á veisluborðið.
Hægt er að koma með óskir um lit í skraut.

20 manna 16.000 kr.
30 manna 22.000 kr.


Ekta franskar makkarónur gerðar frá grunni. Makkarónur setja punktinn yfir i-ið á fallegu fermingarhlaðborði. 
Bragðtegundir: hindberja, saltkaramella, ástaraldin & karamella, lakkrís & hindberja, sítrus og oreó.

260 kr. stk.
230 kr. stk ef keyptar eru fleiri en 100 stk.


Ástríður: Kókos og kexbotn með ástaraldin- og mangómús. Hægt að fá kökuna annað hvort hjúpaða með dökku eða hvítu súkkulaði.
Sítrónuostakaka: Kókosbotn með rjómaostamús, sítrónukremi og möndlu- og kókoskexi. Hægt er að fá kökuna annað hvort hjúpaða með dökku eða hvítu súkkulaði.
Ekta súkkulaðiterta: Súkkulaðibotn með mjólkursúkkulaðimús og hindberjafyllingu, hjúpuð með dökku súkkulaði. Glútenlaus.

20 manna 15.000 kr.
30 manna 22.000 kr.
40 manna 30.500 kr.


Snickersterta, 12 manna á 5.300 kr.
Gulrótarterta, 16 manna á 7.000 kr.
Súkkulaðiterta, 14-16 manna á 6.000 kr.
Súkkulaðiterta, 30 manna með skreytingu og texta á 16.500 kr.
Sítrónuostakaka, 16 manna á 9.200 kr.


Brakandi og dúnmjúkt súrdeigsbrauð með úrvali af smyrjum er tilvalið á hlaðborðið eða með súpunni í veislunni.
Smyrjur: Hummus, grænt pestó, vegan grænt pestó, túnamauk, krabbasalat, rjómaostur með rauðlauk og pipar og rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum.


Bananabrauð

Stórt bananabrauð, sirka 16 sneiðar.
1.640 kr.


Tapas snittur á einkorna súrdeigssnittubrauði: 

  • Risarækja og hvítlaukssósa

  • Reyktur lax, egg & piparrótarsósa

  • Tómatur, mozzarella & basil

  • Kjúklingur og beikon

  • Parmaskinka og ferskt pestó

350 kr. stk.


Spjót:

  • Risarækjur og rauð paprika

  • Kjúklingur með sesamfræjum

360 kr. stk.


Pantaðu kaffið og leigðu kaffivél hjá Kaffitár í leiðinni. Við mælum með Mokkatári í veislur. Kaffið er þétt og skemmtilegt og smellpassar með tertum og kökum. Við ráðleggjum hversu mikið kaffi þú þarft í veisluna.


 

Pöntunarform

Nafn
Nafn
Afhendingardagur
Afhendingardagur

Hagnýtar upplýsingar

Hægt er að panta vörur með pöntunarforminu hérna til hliðar. Pöntunin sendist héðan á starfsfólk Kruðerís sem vinnur úr henni og hefur samband varðandi afhendingu og greiðslu. Skrifstofa Kruðerís er opin frá 8:00 til 16:00 alla virka daga. Einnig er hægt að panta í síma 420 2740.

Athugið að margar sérvörur eins og stærri tertur taka nokkra daga í framleiðslu, því þarf að panta sumar vörur með fyrirvara á afhendingartíma.